Það er erfitt að byrja að spara!

Ég hef oft sett mér það markmið að byrja að spara en svo virðist aldrei neitt vera eftir af laununum um mánaðamótin. Þannig fresta ég…

Ég hef oft sett mér það markmið að byrja að spara en svo virðist aldrei neitt vera eftir af laununum um mánaðamótin. Þannig fresta ég venjulega markmiðinu til næstu mánaðamóta og sagan endurtekur sig.

Nú ákvað ég aftur á móti að taka málin föstum tökum og fara vel yfir allt sem ég hafði eytt í þessum mánuði.

Ég nota Meniga til að skoða allar færslur fjölskyldunnar.

Ég byrja á því að skrá mig inn á Meniga.is. Þar smelli ég á færslur og byrja að skoða. Mér finnst best að fara vel yfir einn mánuð og setja merkimiða á hverja færslu í mánuðinum. Með merkimiðunum bý ég til tvo flokka: #Nauðsynlegt og #Hægt að sleppa

Þegar merkingu er lokið þá smelli ég á Innsýn, vel Skýrslur og #Merkimiðar en þar er búið að draga saman upphæðirnar fyrir hvern merkimiða.

#Nauðsynlegt 198.236 kr.

#Hægt að sleppa 131.904 kr.

Nú er hægt að smella á hvorn flokk sem er og sjá þannig sundurliðun á öllum færslum í þeim flokki.

Í flokknum #Nauðsynlegt voru færslurnar helst matur, læknisheimsóknir, lyf og bensín.

Helsta áskorunin og tækifærið er að skoða flokkinn #Hægt að sleppa. Í honum var skyndibiti, veitingahús, sérverslanir, leikhús, fatnaður og snyrtivara.

Það er klárlega tækifæri til að draga saman þegar horft er yfir farinn veg og hugsa sig um tvisvar áður en maður ákveður að leyfa sér umfram það sem er nauðsynlegt.

Með því að horfa á eigin upplýsingar um eyðslu og velta þessu fyrir mér þá tel ég að það verði auðveldara fyrir mig að ná markmiðinu að byrja að spara. Ég mun nú hugsa mig um tvisvar áður en ég eyði og get þá vonandi farið að færa úr flokknum #Hægt að sleppa yfir í nýjan flokk; #Sparnaður.