Alþjóðlegur banki innleiðir Kolefnisreikni Meniga

Ein af stærstu fjármálastofnunum Portúgals hefur nú innleitt Kolefnisreikni Meniga í netbanka sinn.

Ein af stærstu fjármálastofnunum Portúgals, Crédito Agrícola, innleiddi á dögunum Kolefnisreikni Meniga, Carbon Insight. Með því að innleiða þessa nýju umhverfisvöru varð Crédito Agrícola fyrsti portúgalski bankinn til að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að fylgjast með kolefnisspori einkaneyslu sinnar í netbanka og appi.  

Niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2021 bentu til þess að 8 af hverjum 10 Íslendingum hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Greinilegt er að hamfarahlýnun er mörgum ofarlega í huga og hafa neytendur kallað eftir leiðum til að öðlast betri skilning á eigin áhrifum á umhverfið. Einnig hafa notendarannsóknir Meniga sýnt fram á að mikill meirihluti viðskiptavina banka vilja fá upplýsingar um kolefnisfótspor sitt í netbanka sínum.

Kolefnisreiknir Meniga

Kolefnisfótsporið beint í netbanka

Kolefnisreiknir Meniga veitir viðskiptavinum banka yfirsýn yfir kolefnisfótspor þeirra. Ólíkt flestum öðrum kolefnisreiknum er kerfið sjálfvirkt og reiknar fótsporið út frá bankafærslum viðskiptavina. Þegar viðskiptavinur banka greiðir fyrir vöru eða þjónustu er sú upphæð margfölduð með kolefnisstuðli þess útgjaldaflokks og fæst þar með kolefnisgildi færslunnar.

Með þessu móti geta viðskiptavinir banka fylgst með kolefnisspori einkaneyslu sinnar í rauntíma og séð hvernig það þróast yfir tíma. Carbon Insight valdeflir því neytendur í að taka upp sjálfbærari neysluhegðun og gerir þeim kleift að sjá árangur í verki. Eftir aðeins 6 vikur höfðu yfir 40% viðskiptavina moey! nýtt sér þjónustuna og af þeim eru 80% orðnir virkir notendur.

Kolefnisreiknirinn hefur hlotið góðar undirtektir hjá viðskiptavinum moey! eins og sjá má í umfjöllunum hér að neðan.

Kolefnisreiknir Meniga

Kolefnisreiknir Meniga hlaut nýverið alþjóðlega vottun frá endurskoðunarfyrirtækinu EY fyrir áreiðanleika útreikninga á kolefnisfótspori 80 útgjaldaflokka og varð þá kolefnisreiknirinn af sínu tagi til að hljóta slíka vottun.  

Mikil eftirspurn eftir grænum bankalausnum

Crédito Agrícola er önnur fjármálastofnunin til þess að innleiða Carbon Insight og fylgir fast á hæla Íslandsbanka. Íslandsbanki varð fyrstur allra banka til að innleiða umhverfisvöruna í Íslandsbankaappið í apríl á þessu ári við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Síðan þá hefur eftirspurn og áhugi á Carbon Insight aukist mikið og er Meniga nú að innleiða þessa lausn hjá fleiri alþjóðlegum bönkum.

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.