Gegn lamandi loftlagskvíða

Áhyggjur fólks af hamfarahlýnun af mannavöldum hafa aukist mjög undanfarin ár enda stefnir í óefni. Ljóst er að þegar Covid 19…

Gegn lamandi loftlagskvíða

Áhyggjur fólks af hamfarahlýnun af mannavöldum hafa aukist mjög undanfarin ár enda stefnir í óefni. Ljóst er að þegar Covid 19 heimsfaraldrinum slotar þarf draga mikið og hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja afkomendum okkar mannsæmandi framtíð og til að lífríki jarðar verði ekki fyrir óbætanlegum skaða.

Margt smátt gerir eitt stórt

Mörgum finnst erfitt að sjá hvað einn einstaklingur getur gert mikið til að hafa áhrif á stórt hnattrænt vandamál. En þá skal minnt á að margt smátt gerir eitt stórt. Við hjá Meniga höfum rannsakað hvernig við gætum búið lausnir sem sýna fólki kolefnisspor sitt vegna einkaneyslu og benda á leiðir úrbóta.

Lausn sem virkar

Rannsóknir sýna að notendur Meniga lausna ná árangri í fjármálum sínum. Meniga hefur byggt upp mikla færni í því að vinna úr bankafærslum, flokka og birta fjármálaupplýsingar sem eru auðskiljanlegar fyrir venjulegt fólki. Við höfum þróað öflugt kerfi fyrir banka þar sem notendur fá meðal annar sjálfvirka flokkun á úgjöldum sínum ásamt hnitmiðuðum útgjaldaskýrslum. Bankar nýta Meniga kerfið til að skora á fólk að spara meira í ákveðnum úgjaldaflokkum eða til að sýna samanburð á útgjöldum fólks miðað við aðra.

Svona má sýna yfirlit yfir áætlað kolefefnisspor notenda í Carbon Insight.

Hvetjum fólk til dáða

Endurgjöf sem við fáum frá notendum gefur árangurinn skýrt til kynna. Oft fáum við að heyra að eftir að fólk byrjaði nota Meniga appið til að ná tökum á peningamálum sínum sofi það betur á nóttinni. Fátt þykir okkur betra að heyra. Á tímum lamandi loftlagskvíða viljum við hjálpa fólki um allan heim taka upp sjálfbærari neysluhegðun, sjá árangur í verki og hvetja það til dáða til að gera enn betur.

Ný umhverfisvara

Við viljum gera það sama á sviði umhverfismála og við höfum gert á sviði fjármála. Þess vegna höfum við þróað vöru sem áætlar kolefnisspor bankafærslna. Nýja umhverfisvaran heitir Carbon Insight. Með henni gerum bönkum um allan heim kleift að birta viðskiptavinum sínum áætlað kolefnisspor einkaneyslu. Á grunni þessara upplýsinga má hjálpa fólki að grípa til aðgerða í umhverfismálum.

Kolefnisspor einkaneyslu dregin fram með með einföldum hætti

Fyrir endanotendur virkar Carbon Insight þannig að í hvert sinn sem vara og þjónusta er keypt, sýnir bankaapp eða netbanki áætlað kolefnisspor færslunnar. Til dæmis má hugsa sér að keypt sé fyrir 10 þúsund krónur í stórmarkaði á Íslandi sé kolefnisspor færslunar X grömm.

Carbon Insight sýnir áætlað kolefnisspor útgjaldaflokka, birtir skýrslur um kolefnisspor yfir tíma og birt notendum áskoranir um að draga úr útgjöldum í flokkum með hátt kolefnisspor. Meniga kerfið gerir notendum mögulegt skipta færslum á milli útgjaldaflokka eða endurflokka færslur til að auka nákvæmni útreikningxfanna

Það getur verið snúið að átta sig á því hvað sé hátt eða lágt kolfefnisspor. Það er því gagnlegt að geta sett sporið í samhengi með samanburði við aðra.

Sjálfvirknin í fyrirrúmi

Í Carbon Insight geta notendur gefið upplýsingar um lífstíl, til dæmis hvort þeir eru grænkerar, hvort þeir eigi gæludýr eða hversu langar flugferðir þeirra eru. Útreikningur á kolefnisspori einkaneyslu tekur mið af þessum upplýsingum frá notendum. En að fenginni reynslu leggjum við hjá Meniga áherslu að gera okkar lausnir eins sjálfvirkar og auðveldar í notkun fyrir fólk og hægt er.

Alþjóðlegur kolefnisstuðull

Undirstaðan undir Carbon Insight er svokallaður kolefnisstuðull sem áætlar kolefnisgildi tugi útgjaldaflokka á heimsvísu. Meniga er alþjóðlegt fyrirtæki með fjölda alþjóðlegra banka í viðskiptum. Um það bil 90 milljón manns um allan heim geta nýtt lausnir Meniga í bankaöppum og netbönkum. Því viljum við hafa okkar kolefnisstuðul alþjóðlegan sem tekur tillit til ólíkra aðstæðna á milli landa og landssvæða. Þetta gerum við með því að hagnýta okkur alþjóðlega gagnagrunna sem sýna flæði vöru á milli landa út um heim og kolefnisspor hennar. Jafnframt styðjumst við nýjustu vísindarannsóknir og greiningar á útblæstri gróðurhúsalofttegunda vöru og þjónustu.

Notendur geta glöggvað sig á samsetningu á áætlaðu kolefnisspori einstakra útgjaldaflokka.

Einvalalið er okkur til halds og trrausts

Vísindaráðgjafi verkefnisins er prófessor Jukka Heinonen hjá Háskóla Íslands. Auk hans sitja þau Noémi Roberts, hjá Accountancy Europe, Miguel Naranjo hjá UNFCCC og Nate Aden hjá World Resource Insititute í umhverfisráði Meniga. Ennfremur yfirfer teymi hjá endurskoðunarfyrirtækinu Ernst & Young aðferðarfræði kolefnisstuðulsins til staðfesta aðferðarfræðina sem stuðullinn byggir á.

Miklir framtíðarmöguleikar

Vara á borð við Carbon Insight hefur mikla framtíðarmöguleika. Við sjáum fyrir okkur að kolefnisupplýsingar í netbönkum muni stórauka vitund fólks um áhrif einkaneyslu á loftslag jarðar. Þessi vitund ætti að hvetja fólk til að grípa til aðgerða, til dæmis með því að gera innkaup umhverfisvænni eða kolefnisjafna sig. Bankar geta nýtt þessa vöru til að auka notkun á bankaöppum og netbönkum, stórauka árangur af umhverfisverkefnum og til að hvetja fólk til að nýta sér grænar fjármálaafurðir.

Hvenær kemur Carbon Insight svo í Meniga?

Við höfum ekki ákveðið hvort eða hvenær Carbon Insight verður sett í Meniga appið. Nú erum við í viðræðum við banka hér heima og erlendis um að setja þessa lausn upp í þeirra netbönkum og bankaöppum. En við finnum svo sannarlega fyrir áhuga Meniga notenda á lausn af þessu tagi og vonumst til að geta sett Carbon Insight í Meniga appið sem fyrst.

Horfa á fyrirlestur um Carbon Insight sem fluttur var á haustráðstefnu Advania.