Með hverju mælirðu?

Eflaust hafa margir tekið eftir innreið netverslunarinnar Boozt.com á íslenskan fatamarkað í sumar, m.a. með auglýsingum á umhverfismiðlum á vegum Billboard-Buzz. Til þess að geta skoðað árangur þessarar markaðsherferðar nýttu Billboard-Buzz sér þjónustu Markaðsvaktar Meniga.

Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun á þeim árangursþáttum sem mögulegt er að mæla í sölu- og markaðsmálum. Fyrirtæki eru ekki lengur bundin við skoðanakannanir eða mælingar á innri gögnum þar sem nú er hægt að sjá í rauntíma hvaða áhrif sölu- og markaðsaðgerðir hafa á bæði markaðshlutdeild og keppinauta á markaði.

Margir hafa líklega tekið eftir innreið netverslunarinnar Boozt.com á íslenskan fatamarkað í sumar. Fyrirtækið naut fulltingis Billboard — Buzz í víðtækri markaðsherferð í gegnum umhverfismiðla fyrirtækisins, m.a. á strætóskýlum og stafrænum auglýsingaskiltum. Mælingar frá MMR staðfestu mikla aukningu í vörumerkjavitund á meðal Íslendinga yfir þetta tímabil. Markmiðinu var því náð, eða hvað? Íslendingar þekktu nú betur til vörumerkisins og vöruframboðsins en var sú söluaukning sem átti sér stað hjá Boozt eitthvað til að fagna?

Stutta svarið er já, eins og má sjá nokkuð greinilega á myndinni hér að neðan úr Markaðsvakt Meniga. Áhugasamir geta svo lesið áfram fyrir aðeins dýpri skoðun á árangrinum og mikilvægi mælinga.

Þróun markaðshlutdeildar sex fataverslana á netinu síðustu 12 mánuði
Þróun markaðshlutdeildar sex fataverslana á netinu síðustu 12 mánuði

Þegar litið er til markaðshlutdeildar á meðal valinna netverslana má sjá að innkoma Boozt á íslenskan markað var einstaklega kröftug. Það tók fyrirtækið aðeins tvo mánuði að ná yfir 50% markaðshlutdeild og velta úr sessi Asos, sem hafði notið mikilla yfirburða fram að því en þó án þess að auglýsa sérstaklega mikið á Íslandi.

Það sem gerir þennan árangur enn áhugaverðari er að, sérstaklega til að byrja með, er Boozt fyrst og fremst að stækka kökuna. Það líka þrátt fyrir að netverslun hafði aukist talsvert mikið frá vormánuðum 2020 í kjölfar samkomutakmarkana vegna Covid-19.

Línuritið sýnir mánaðarlega þróun heildarsölu fyrir tímabilið og samanburð við fyrra tímabil. Súluritið sýnir hlutfallslega breytingu milli tímabilanna.
Línuritið sýnir mánaðarlega þróun heildarsölu fyrir tímabilið og samanburð við fyrra tímabil. Súluritið sýnir hlutfallslega breytingu milli tímabilanna.

Á þessari mynd sjáum við annars vegar hvernig netverslun hafði aukist vegna Covid-19 á milli ára á fyrsta ársfjórðungi, fyrir innkomu Boozt. Þar er vöxturinn á bilinu 20–32% á milli mánaða á hvoru ári. Þessi munur er ekki jafn áþreifanlegur í apríl og maí þar sem netverslun hafði þegar tekið góðan kipp í sömu mánuðum árið 2020, þegar Covid skall á. Hins vegar sjáum við svo áhrif innkomu Boozt á þennan markað frá og með júní en heildarvelta hjá þessum fyrirtækjum er nálægt því að tvöfaldast frá fyrra ári í september. Vöxturinn er enn áhrifameiri þar sem velta hinna fyrirtækjanna hafði þegar aukist um meira en 50% frá janúar til september 2020.

Í lokin er svo ágætt að ítreka mikilvægi mælinga og að það er ekki heillavænlegt að treysta aðeins á innri gögn.

Stöplaritið sýnir heildarsölu á markaðnum fyrir hvern tiltekinn mánuð skipt eftir sölu einstakra fyrirtækja
Stöplaritið sýnir heildarsölu á markaðnum fyrir hvern tiltekinn mánuð skipt eftir sölu einstakra fyrirtækja

Á fyrstu myndinni sáum við hvernig Boozt yfirtók markaðshlutdeildina á skömmum tíma og þá hefði jafnvel mátt búast við viðbrögðum frá Asos. Þegar við rýnum hins vegar í sölutölurnar þá sést að salan hjá Asos breytist ekki tilfinnanlega fyrstu þrjá mánuðina í samanburði við fyrri mánuði ársins. Þannig hafa engar viðvörunarbjöllur farið af stað hjá Asos þegar innri gögn voru skoðuð, salan var á pari og innkoma Boozt því ekki að hafa teljandi áhrif. Það er ekki fyrr en í september sem salan hjá Asos lækkar verulega og stjórnendur þar gætu farið að spyrja spurninga. Á þessum fjórum mánuðum hefur Boozt fengið algjöran frið til að bæði fylla augljósa eftirspurn á markaðnum, samanber mikla aukningu í heildarsölu, og náð sterkri markaðsstöðu fyrir áframhaldandi vöxt á kostnað samkeppnisaðila.

Það er ljóst að innkoma Boozt á íslenskan markað var virkilega vel tímasett og vel útfærð. Bæði með tilliti til eftirspurnar og kröftugrar markaðsetningar í gegnum umhverfismiðla Billboard — Buzz. Það er einnig ljóst að stjórnendur Boozt geta tekið upplýstar ákvarðanir um markaðsaðgerðir og -kostnað með ítarlegum mælingum á árangri.

Fyrirtækjum standa margir kostir til boða þegar kemur að mælingum og greiningum en þegar kemur að áreiðanlegum gögnum um árangur í sölu og markaðsetningu á einstaklingsmarkaði, þá mæli ég með Meniga.

...

Markaðsvakt Meniga gefur fyrirtækjum á einstaklingsmarkaði möguleika á að rýna í markaðsstöðu sína gagnvart samkeppnisaðilum. Markaðsvaktin byggir á ópersónugreinanlegum raungögnum um kauphegðun yfir 38.500 einstaklinga á Íslandi og nýtir eingöngu kortafærslur frá einstaklingum með tveggja ára samfellda viðskiptasögu. Þannig tryggir Meniga gæði markaðsgagna.

Gögnin í Markaðsvakt Meniga byggja á kortafærslum íslenskra debet- og kreditkorta og fela því ekki í sér færslur erlendra korta eða peningaviðskipta.

Hafa samband