Ný og endurbætt vefsíða Meniga

Í upphafi þessa árs var gefin út ný og endurbætt vefsíða Meniga. Sem hugbúnaðarfyrirtæki á sviði fjártækni teljum við mikilvægt að halda…

Ný og endurbætt vefsíða Meniga

Í upphafi þessa árs var gefin út ný og endurbætt vefsíða Meniga. Sem hugbúnaðarfyrirtæki á sviði fjártækni teljum við mikilvægt að halda uppi notandamiðaðri og efnismikilli heimasíðu en því lögðum við mikla áherslu á gagnsæi og upplýsingagjöf um alla starfsemi Meniga, á einstaklinga- og fyrirtækjamarkaði sem og á alþjóðavettvangi.

Nú á dögunum hlaut þessi nýja vefsíða Meniga verðlaun á Íslensku Vefverðlaununum 2020 sem besti meðalstóri fyrirtækjavefurinn við mikil fagnaðarlæti þeirra sem að verkefninu komu. Þetta er í fyrsta sinn sem heimasíðan meniga.is vinnur til verðlauna á Íslensku vefverðlaununum, en Meniga hefur áður unnið verðlaunin Besta vefkerfið og App ársins.

Öll hönnun viðmóts og myndvinnsla var unnin af hönnuðum Meniga. Sömuleiðis voru öll efnistök og textavinna í höndum starfsfólks Meniga en uppsetning vefsins var í höndum bresku vefstofunnar WAG.

Verkefnastjóri nýja vefsins er Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri Meniga á Íslandi. Í tilefni af sigri vefsíðunnar á Íslensku Vefverðlaununum þótti okkur kjörið að ræða aðeins við hann um verkefnið og hans vinnu hjá Meniga.