Safnaðu í varasjóð með fríðindakerfi Meniga

Þegar líður að mánaðarmótum kemur það stundum fyrir að peningurinn er búinn, eða þá að það komi upp óvænt útgjöld eins og boð í afmæli…

Þegar líður að mánaðarmótum kemur það stundum fyrir að peningurinn er búinn, eða þá að það komi upp óvænt útgjöld eins og boð í afmæli, bekkjarferð hjá krökkunum eða aðrar uppákomur. Þessi útgjöld geta verið alls kyns og gerast hjá flestum í fjölbreytileika lífsins.

Allir þurfa að gera ráð fyrir slíkum uppákomum. Því getur verið gott að vera með aukareikning hjá bankanum þar sem hægt er að sækja smá pening þegar þarf.

Endurgreiðslutilboð Meniga

Ég byrjaði að nýta mér tilboðin í Meniga. Þá skoða ég reglulega hvað er í boði og hvort ég hafi þörf eða áhuga á að nýta mér þessi tilboð. Það eina sem ég þarf að gera til þess að fá afsláttinn er að virkja tilboðið í appi eða vef Meniga og greiði svo fullt verð þegar ég versla. Í lok mánaðarins fæ ég síðan endurgreiddan afsláttinn frá tilboðunum sem ég nýtti mér. Ég þarf ekkert að taka það fram sérstaklega í versluninni eða þegar ég kaupi þjónustuna að ég sé að fá afslátt eða betri kjör og þetta gerist allt sjálfkrafa vegna þess að ég er með kortin mín tengd við Meniga. Ég ákveð að láta endurgreiðsluna fara inn á sér sparnaðarreikning í stað launareiknings og upphæðin safnast þar upp.

Undanfarið hef ég verið dugleg að skoða afsláttarkjörin og virkja þau tilboð sem henta mér. Ég byrjaði að nota Meniga appið haustið 2019 og á rúmlega ári hef ég fengið endurgreiddar 52.952 kr.

Endurgreiðslukerfi Meniga hentar mér af því að það hjálpar mér að nýta afsláttinn í sparnað. Ef ég fengi vöruna strax á lægra verði er ég ansi hrædd um að ég myndi eyða mismuninum í eitthvað sem ég þyrfti ekki. Með þessu móti fæ ég vöruna eða þjónustuna á lægra verði og safna í smá varasjóð í leiðinni.

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.