Meniga leiðir saman fólk og fyrirtæki

Náðu samkeppnisforskoti með því að bjóða sérsniðin tilboð sem byggja á neyslugreiningu. Þú greiðir eingöngu ef tilboðið leiðir til sölu og færð ítarlega greiningu á árangri herferðar.

Panta kynningu

Fríðindakerfi Meniga
og Íslandsbanka

Vilt þú ná til sérvalins markhóps meðal tuga þúsunda viðskiptavina Íslandsbanka og Meniga?

Fríðindakerfið gerir fyrirtækjum kleift að auglýsa sínar vörur og þjónustu með gagnamiðaðri markaðssetningu beint í síma hjá vænlegum viðskiptavinum.


Hnitmiðað og skilvirkt

Sparaðu markaðsfé og náðu beint til þeirra sem líklegastir eru til að versla. Aðeins er greitt í samræmi við þátttöku viðskiptavina.

Einfalt og rafrænt

Tilboðin fara beint í síma viðskiptavina. Þeir versla svo eins og venjulega og ekki þarf að þjálfa starfsfólk eða breyta verklagi í þjónustu.

Mælingar í bak og fyrir

Árangur hverrar herferðar er mældur svo stjórnendur geti metið raunveruleg áhrif markaðsaðgerða út frá gögnum.


Náðu til réttu viðskiptavinanna með réttu herferðinni

Viltu fjölga viðskiptavinum, auka viðskipti við núverandi viðskiptavini eða ná til þeirra sem hafa ekki verslað við þig lengi? Þú getur beint markaðssetningu þinni að nokkrum tugum upp í tugþúsundir og boðið ólíka afslætti eftir markhópum.

Almenn tilboð

Náðu til allra notenda Meniga og/eða viðskiptavina Íslandsbanka​.

Endurheimt

Endurvektu samband við þá sem hafa verið að beina viðskiptum frá þínu fyrirtæki.

Nýliðun

Náðu til þeirra sem hafa ekki verslað við þig í 2 ár eða lengur​.

Tryggð

Styrktu sambandið við tryggustu viðskiptavinina og verðlaunaðu þá.

Virðisaukning

Hlúðu að núverandi viðskiptavinum og gefðu þeim hvata til aukinna viðskipta​.

Hundruð ánægðra samstarfsaðila Meniga

Hvernig getum við hjálpað þínu fyrirtæki að ná mikilvægu samkeppnisforskoti?

Vinsamlegast fylltu út formið hér til hliðar eða sendu okkur póst á netfangið sala@meniga.is og segðu okkur hvernig við getum aðstoðað fyrirtæki þitt.

Þú getur óskað eftir fundi með sölufólki okkar, fengið senda kynningu á markaðsvaktinni og endurgreiðslutilboðum Meniga eða pantað sýnishorn.

Sendu okkur línu

Við hlökkum til að heyra í þér

Hannes Hannesson
Forstöðumaður íslenskra viðskipta
Hlynur Hauksson
Viðskiptastjóri
Elvar Guðberg Eiríksson
Viðskiptastjóri