26,3% íslenskra heimila nota Meniga til að stjórna 1.376.052.276.000 kr.
Íslenska

Heimilisbókhald

Það er ókeypis!

Samfélag

Það er ókeypis!

Sparnaðarráð

Það er ókeypis!

Fjárhagsáætlun

Það er ókeypis!

Öryggi

Það er ókeypis!


Hvað segja notendur Meniga?

Meniga er klárlega hjálpartæki sem getur hjálpað almenningi að kljást við heimilisbókhaldið. Það heldur utan um það á einfaldan máta og er mjög þægilegt í notkun. Gott viðmót sem er nauðsynlegt fyrir þá sem eru ekki viðskiptafræðimenntaðir!
- Kona á fimmtugsaldri

Meniga hefur hjálpað mér að ná tökum á fjármálum heimilisins á mjög einfaldan hátt. Með því að fá tölvupóst á hverjum degi varðandi markmið mín hef ég náð neyslu niður um tugi þúsunda.
- Kona á fertugsaldri

Hæstánægður.
- Karlmaður á sextugsaldri

Meniga er frábært tól til að halda utan um rekstur og útgjöld heimilisins. Meniga gefur manni góða yfirsýn yfir bókhaldið á skemmtilegan hátt. Ekki flókið, einfaldar aðgerðir og á allan hátt einfalt í notkun.
- Karlmaður á fertugsaldri

Ég hef notað Meniga í 5 mánuði og finnst það orðið algerlega ómissandi. Ég fylgist með útgjöldunum 1-2 sinnum í viku og reyni að koma auga á hvort ég sé í hættu með að lenda í mínus þennan mánuðinn. Sjálfvirka flokkunin er frábær, það eru einstaka færslur, sérstaklega hraðbankaúttektir sem maður vill færa á milli en annars koma skýrslur um útgjöld heimilisins að sjálfu sér. Meniga hjálpar mér að skipuleggja fjármálin þannig að ég haldist réttu megin við núllið í hverjum mánuði.
- Karlmaður á fertugsaldri

Meniga er auðvelt og þægilegt í umgengni og hjálpar manni að hafa yfirsýn yfir fjármálin
- Kona um fimmtugt

Þetta er þjónusta sem löngu átti að vera komin til sögunnar og ef allir hefðu verið farnir að nota hana fyrir hrun hefðum við kannski ekki lent í þessum mikla skelli 2008 því þá hefði fólk getað fylgst með útgjöldum sínum og áttað sig á að ekki var allt í lagi að vera með margar millur í laun og eyða þeim öllum í sama mánuði !!!

Frábært yfirlit yfir stöðu mála. Kappsmál að standast áætlunina og reyna að gera betur í næsta mánuði.

Ég eiginlega bara elska Meniga. Án gríns. Í hvert sinn sem ég kaupi í matinn sé ég fyrir mér súluritið í Meniga þar sem sést hvað ég er búin að eyða miklu af áætlun mánaðarins. Mér finnst líka virkilega gaman að dunda mér við að bera mína eyðslu saman við aðra.
- Kona á fertugsaldri

Þetta er frábært tæki. Vel úthugsað og notendavænt viðmót. Til hamingju með Meniga.
- Karlmaður á sextugsaldri

Bara frábært að geta fylgst svona með neyslunni.
- Kona á fertugsaldri

Yndislegur léttir að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin.
- Kona á þrítugsaldri

Meniga hjálpaði mér til að fá góða yfirsýn yfir helstu útgjaldaþætti heimilisins á skömmum tíma. Ég gat áttað mig á í hvað peningarnir voru að fara og hvar ég þurfti að bæta mig í sparnaði. Með samanburði við aðra sé ég betur hvar ég er að standa mig vel og hvar ekki.
- Kona á fertugsaldri

Uppsetning vefsíðunnar er mjög snyrtileg, allar aðgerðir mjög fljótvirkar og þægilegar. Sjálfvirk flokkun er miklu betri en flokkun viðskiptabanka míns, en þar þurfti ég oft að eyða dágóðum tíma í að flokka færslur - óflokkað var yfirleitt stærsti flokkurinn. Augun á útgjöldunum er stórsniðugt fyrirbæri og hjálpar manni að fylgjast með hvar maður stendur. Ég var þeirrar skoðunar að greiðslukort hefðu í seinni tíð tekið við peningum og af þeim sökum hefði maður tapað tilfinningunni fyrir fjármunum þeim sem maður var að eyða. Nú hefur þetta snúist við og notkun greiðslukorta gerir mann enn betur búinn til að hafa heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins.
- Karlmaður á fertugsaldri

Meniga gefur besta yfirlit yfir heimilisbókhald sem ég hef séð einhvern tíma, „ever“ ...
- Karlmaður á sjötugsaldri

Auðvelt að hafa yfirsýn yfir í hvað peningarnir fara. Bókhald nánast án fyrirhafnar. Færslur fara sjálfkrafa inn, sjálfvirk flokkun er góð og auðvelt að færa til og breyta þeim færslum sem ekki fara á rétta staði.
- Kona á fertugsaldri

Kom mér á óvart hversu auðvelt og þægilegt þetta er í allri notkun.
- Karlmaður um þrítugt

Eftir að við fórum að nota Meniga erum við í fyrsta skipti samtaka í að spara og vegnar frábærlega. Þetta breyttist úr því að vera vandamál í skemmtilegt verkefni. Þegar við fáum vikulega póstinn frá Meniga um framistöðuna sendum við alltaf hvatningarpósta á hvort annað :)
- Karlmaður á sextugsaldri

Meniga er frábær kostur til að fylgjast nákvæmlega með útgjöldum einstaklinga sem og fjölskyldunnar. Þá bíður Meniga upp á þann valkost fyrir notanda að geta borið neyslu sína saman við neyslu annarra sem sýnir enn betur hver staðan er á rekstri heimilsins.
- Kona á sextugsaldri

Ég nota Meniga vegna þess að það sparar mér mjög mikinn tíma og gefur mér mun betri yfirsýn yfir í hvað peningarnir fara en gamla Excel skjalið gerði.
- Karlmaður á þrítugsaldri

Meniga er framar mínum björtustu vonum. Ég gat ekki látið mér detta í hug að hægt væri að setja upp með jafn einföldum hætti jafn markvist yfirlit yfir útgjöld heimilisins. Þetta kemur án efa til með að efla vitund fólks fyrir hækkunum á neysluvörum.
- Karlmaður á fimmtugsaldri

Já ég er maður á sjötugsaldri og ekki vanur að vinna á tölvur, ég hlakka til að nota þessa þjónustu. Það getur velverið að það taki tíma en af honum hef ég nóg af um þessar mundir
- Karlmaður á sjötugsaldri

Ótrúlega skemmtilegt bókhald.
- Kona á fimmtugsaldri

Meniga hefur hjálpað mér að ná stjórn á fjármálunum með því að sýna mér á auðveldan hátt hvar helstu útgjaldaliðir liggja og þar með hvar áherslur um sparnað og hagræðingu gera mest gagn.
- Karlmaður á fertugsaldri

Með Meniga færð þú tilfinningu fyrir eyðslu heimilisins.
- Karlmaður á fertugsaldri

Ég reyndi að nota eitthvað svipað prógramm þegar ég var hjá Glitni og það gekk aldrei upp því allar færslur birtust tvisvar og sama hvað ég kvartaði þá breyttist það aldrei. Ég hef því beðið eftir svona prógrammi og er hæstánægð að geta haft betri yfirsýn yfir neysluna hjá mér! :)
- Kona á þrítugsaldri

Frábært og einfalt að nota.
- Kona á þrítugsaldri

Ég hafði ekki hugmynd um hversu stórum hluta aleigunnar ég eyddi mánaðarlega í áfengi og leigubíla, áður en ég sá það á skífuriti í Meniga. Jesús Pétur. Takk, Meniga.
- Karlmaður á þrítugsaldri

Með því að nota Meniga sé ég í hvað peningarnir mínir eru að fara.
- Kona á fertugsaldri

Meniga hefur hjálpað mér mjög mikið við að öðlast yfirsýn yfir fjálmál heimilisins. Frábær og einföld lausn sem sem birtir heimilisbókhaldið á auðskiljanlegan hátt.
- Karlmaður á fertugsaldri

Mér finnst frábært að geta gert samanburð á mínum tekjum/gjöldum við aðra í þjóðfélaginu. Það að sjá að ég eyði minna í mat en almennt gengur og gerist með fólk í svipaðri stöðu hjálpar mér að halda áfram sama aðhaldi í matarinnkaupum. Svo finnast mér sparnaðarráðin frá Meniga alveg frábær.
- Kona á fimmtugsaldri

Að fá sent yfirlit eyðslu vikulega á hjón er snilld. Auðvelt með því að sjá hver staðan er, og án þess að þurfa að gera nokkuð!
- Karlmaður á fimmtugsaldri

Meniga hefur hjálpað mér heilmikið að skipuleggja útgjöld heimilisins, auðvelt að sjá í hvað peningarnir fara og hvar er hægt að spara.
- Fertug kona

Mun betri yfirsýn yfir fjármálin.
- Rúmlega þrítug kona

Meniga hjálpaði mér að sjá í hvað allir mínir peningar voru að fara.
- Kona á fertugsaldri

Þegar útgjöldin eru sett upp á svona skýran og einfaldan hátt, er ekki annað hægt en að átta sig á því í hvað peningarnir fara.
- Kona á fertugsaldri

Síðan er mjög hlýleg og notaleg.
- Kona um sextugt

Mér finnst mjög þægilegt að geta séð á einum stað hvað fer mikill peningur í bensín, sjoppur, matarinnkaup og fleira.
- Karlmaður um tvítugt

Ótrúlega einfalt og gott heimilisbókhald. Maður sér svart á hvítu í hvað peningarnir fara. Algjör bylting frá fyrra bókhaldi í netbanka.
- Karlmaður um fimmtugt

Bara snilld að geta kíkt inn á Meniga í staðinn fyrir að fara inn á heimabankann sem er tómt vesen.
- Karlmaður um þrítugt

Ótrúlega einfalt og gefur frábæra yfirsýn yfir fjármálin.
- Karlmaður um þrítugt

Meniga hefur sparað mér mjög mikinn tíma við að skrá heimilisbókhaldið, ég eyddi áður einu kvöldi á mánuði í að ganga frá bókhaldinu, núna afgreiði ég þetta á tæpum klukkutíma.
- Karlmaður um þrítugt

Þetta er notendavænasta bókahaldsforrit sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Heimilisbókhaldið er leikur einn og veitir mér ómetanlegar upplýsingar um hvað peningarnir mínir fara í. Ég er strax farinn að sjá hvar ég get nákvæmlega tekið mig á í fjármálunum og hef brugðist við því með því að byrja að greiða niður skuldir.
- Karlmaður á sextugsaldri

Auðvelt að nota - góður skilningur á öllum gögnum.
- Kona um fimmtugt

Að geta sameinað reikninga heimilisins og fá út frábært útgjaldayfirlit er gulls ígildi. Sambýlisfólk getur þannig deilt sama aðgangi og skoðað útgjaldaþróunina hvenær sem er.
- Karlmaður um sextugt

Mjög gott yfirlit yfir eyðslu og þægilegt í notkun.
- Karlmaður á fertugsaldri

Gott að sjá t.d.hvað fer mikið í bensín, spurning um að nota strætó þegar því verður viðkomið.
- Kona á sextugsaldri

Takk fyrir vefinn. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið.
- Karlmaður á fertugsaldri

Þakka ykkur frábært forrit.
- Kona á fertugsaldri

Finnst mjög gott að stöðuna senda með tölvupósti þar sem að ég nenni ekki að alltaf að vera að skrá mig inn.
- Kona um fertugt

Gott framtak! Sérstaklega þar sem ég þekki MJÖG vel til gamla bókhaldsins ;). Gott skref áfram svo!
- Á fimmtugsaldri

Ég vil þakka fyrir mig. Þetta er flottur vefur, myndræn framsetning á gögnum til fyrirmyndar. Þetta er ekki eitthvað sem ég hefði leitað að og keypt að öllu óbreyttu, en ég er feginn því að hafa komist inná þessa þjónustu útfrá netbankanum mínum.
- Karlmaður á þrítugsaldri

Frábært að fá loksins svona forrit. Skil bara ekki afhverju þetta er ekki löngu komið.
- Karlmaður á fertugsaldri

Gott framtak að koma með svona bókhald
- Kona á fimmtugsaldri

Frábær lausn. Takk fyrir mig.
- Karlmaður á fertugsaldri

Ég er ánægður með þessa þjónustu. Get skipulagt mig betur og haldið betur utan um eyðslu mína.
- Karlmaður á fimmtugsaldri

Haldið áfram á sömu braut. Þetta er algjör snilld og hefur hjálpað mikið við að koma skikki á fjármálin á mínu heimili. Meniga hefur aukið sjálfstraust mitt í umgengni við peninga.
- Karlmaður á fertugsaldri

Takk fyrir. Mér finnst frábært að hafa fengið svona góða þjónustu uppí hendurnar. Meniga hefur farið fram úr væntingum mínum um heimilisbókhald.
- Karlmaður á fertugsaldri

Haldið áfram á sömu braut og þá verður þetta magnað kerfi því það er alveg ótrúlega gott nú þegar.
- Karlmaður á fertugsaldri

Snilldar kerfi :)
- Karlmaður á þrítugsaldri

Til hamingju með kerfið! Í heildina mjög flott og með frekari þróun getur það orðið frábært tæki fyrir heimilin til að hafa augun á útgjöldunum.
- Kona á fertugsaldri

Mér finnst þetta mjög flott framtak og viðmótið gott.
- Kona á fertugsaldri

Takk fyrir að koma með frábæra lausn sem sparar okkur mikinn tíma við heimilisbókhaldið.
- Kona á þrítugsaldri

Mér finnst þetta góð viðleitni að hálfu bankans til að koma til móta við viðskiptavini um bætt utanumhald fjármuna sinna.
- Kona á sextugsaldri

Meniga er einfaldasta og mest tímasparandi heimilisbókhald sem ég hef komist í kynni við (og eru þau nokkur), gefur mjög raunsanna mynd af heimilisfjármálunum. Frábært tæki ef maður vill ná tökum á fjármálum heimilisins.
- Kona á sextugsaldri

Ég er mjög ánægð með Meniga.
- Kona á fimmtugsaldri

Snilld að sjá flokkað hversu mikið maður eyðir og geta borið saman við aðra.
- Karlmaður á þrítugsaldri

Frábært þjónusta hjá Íslandsbanka!
- Kona á þrítugsaldri

Mér finnst snilld að forritið reiknar út fyrir mig áætlaða eyðslu næstu mánuða og ber sjálfkrafa saman áætlaða eyðslu og raun eyðslu.
- Kona á fertugsaldri

Það er svo gott að sjá myndrænt í hvað peningarnir mínir fara.
- Kona á fertugsaldri

Meiriháttar aðferð til að flokka útgjöld og fylgjast með eyðslu og kostnaði.
- Karlmaður á sextugsaldri

Með Meniga er loksins komið yfirlit yfir heimilisbókhaldið sem ég hef verið að bíða eftir síðan heimabankarnir komu fyrst fram fyrir rúmum 10 árum síðan. Einfalt og aðgengilegt yfirlit yfir tekjur og útgjöld unnið beint upp úr reikningunum.
- Karlmaður á fimmtugasaldri

Ótrúlega þægilegt, spennandi að fylgjast með sinni eyðslu miðað við aðrar fjölskyldur!
- Kona á sextugsaldri

Þar sem maður býr á Jörðinni, er víst best að hafa báða fætur á henni til að þekkja hagkvæmustu skrefin. Taktu skrefin, ekki stinga hausum í sandinn :) Fáðu yfirsýn.
- Kona um sextugt

Flott kerfi sem er áhugavert að nota.
- Karlmaður á sextugsaldri

Hef mun betri yfirsýn yfir það í hvað peningarnir fara.
- Kona á fertugsaldri

Þæilegt og vel upplýsandi.

Þetta er frábær leið til að hafa reiður á útgjöldum sínum = rekstri á mér sem einstaklingi.
- Kona á sjötugsaldri

Besta hjálp og einfaldasta sem hægt er að hugsa sér til að fá til að koma lagi á fjármálin.
- Kona á sjötugsaldri


Kostir Meniga

Sparaðu tíma

Fullkomin yfirsýn yfir heimilisfjármálin með sjálfvirkri flokkun færslna.

Haltu þig innan ramma

Auðskiljanleg tól til að halda bókhald og gera raunhæfar áætlanir.

Gott fyrir veskið

Sparnaðarráð sem eru sérsniðin að þínu neyslumynstri.

Skemmtilegri fjármál

Samfélag, samanburður við aðra og skoðanaskipti.


Útrunnin lykilorð

Þar sem fjöldi netfanga og lykilorða var gerður aðgengilegur á netinu í kjölfar árásar á tölvukerfi Vodafone tókum við þá ákvörðun að ógilda öll lykilorð. 

Við biðjum því alla vinsamlega að skrá sig inn gegnum netbanka og velja nýtt lykilorð.

Nánari upplýsingar

Kynningarmyndband

Skoðaðu kynningarmyndbandið okkar og önnur myndskeið til að sjá hvernig Meniga getur hjálpar þér.