Eyddum við peningunum okkar öðruvísi 2020?

2020 var töluvert frábrugðið fyrri árum. Hér skoðuðum við neyslumynstur ársins eftir helstu útgjaldaliðum og bárum saman við árið á undan.

Einhverjir gætu mögulega verið fegnir að nýtt ár sé gengið í garð en það er nú eflaust persónubundið. Fjöldatakmarkanir, boð og bönn breyttu okkar daglegu rútínu mikið á árinu sem var að líða. Því er áhugavert að skoða neyslumynstur samfélagsins eftir helstu útgjaldaliðum og bera saman við 2019.

Gögnin sem hér eru sýnd koma frá Meniga notendum sem eru með að minnsta kosti tveggja ára virka kortaveltu og eru ópersónugreinanleg.

Bónus heldur toppsætinu á matvörumarkaði á árinu 2020 með 33,6% markaðshlutdeild. Krónan sækir á með 29,4% hlutdeild og bætir við sig 2,2 prósentustigum milli ára. Markaðshlutdeild annarra vörumerkja á matvörumarkaði breyttist minna. Costco var viljandi skilið eftir vegna fjölbreytilegs vöruúrvals og skekkir samanburðinn þar sem þeir bjóða upp á vöruúrval sem aðrar matvöruverslanir gera ekki t.d. eldsneyti. Að sama skapi er netverslun Nettó ekki inn í gögnunum þar sem þeir eru í samstarfi við aha.is og ekki hægt að greina á milli netverslunnar Nettó, útkeyrslu fyrir veitingastaði og annarra viðskipta á aha.is.

Listi af topp 5 stærstu á markaði

Verslun á matvörumarkaði var almennt meiri árið 2020 heldur en 2019. Þróun milli ára má sjá hér að neðan.

Þróun á matvörumarkaði 25,6% milli ára

Síðasta ár var ansi sérstakt fyrir veitingamarkaðinn. Veitingastaðir brugðust flestir vel við og buðu viðskiptavinum sínum upp á heimsendingu eða að taka með sér heim. Í þessari flokkun er eftirfarandi veitingasala tekin saman: veitingastaðir, skyndibitastaðir, kaffihús, bakarí, ísbúðir og önnur veitingasala í sama flokkinn.

Listi af topp 5 á markaði

Þróun neyslu á veitingasölumarkaði var sveiflukenndari og auðvelt að sjá samhengi veltu við sóttvarnarráðstafanir.

Þróun á veitingasölu -1,83 % milli ára

Almenningur þurfti minna eldsneyti á árinu 2020 en 2019. Margir virðast hafa komið sér vel fyrir við heimavinnu á árinu sem var að líða.

Þróun á eldsneytismarkaði -26,3% milli ára

Við hvetjum áhugasama um Markaðsvakt Meniga að hafa samband við icelandsales@meniga.is.