Meniga hlýtur óháða staðfestingu á kolefnisreikni

Við erum virkilega stolt að tilkynna að kolefnisreiknir Meniga hefur hlotið óháða staðfestingu frá EY og er einn af þeim fyrstu af sínu tagi til þess að hljóta slíka viðurkenningu.

Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið EY hefur veitt kolefnisreikni Meniga, Carbon Insight, staðfestingu með takmarkaðri vissu í samræmi við alþjóðlegan staðal (e. Limited Assurance). Slíkt felur í sér takmarkaða staðfestingu EY á áreiðanleika útreikninga Meniga á kolefnisspori útgjaldaflokka fyrir einkaneyslu fólks. Kolefnisreiknir Meniga er einn af þeim fyrstu af þessu tagi til þess að hljóta slíka staðfestingu.

Fyrsta kolefnisvara Meniga

Carbon Insight er fyrsta umhverfisvara Meniga. Hún veitir viðskiptavinum banka þann möguleika að fylgjast með kolefnisspori einkaneyslu sinnar í netbanka og appi. Hægt er að sjá kolefnissporið í rauntíma, sjá þróun yfir tíma og skiptingu eftir útgjaldaflokkum. Varan er byggð á gagnagrunninum Meniga Carbon Index sem inniheldur upplýsingar um kolefnisspor 80 útgjaldaflokka og tekur tillit til mismunandi vöru og þjónustu í einstökum löndum. Þannig hentar Carbon Insight fyrir mælingar á kolefnisspori fólks um allan heim.

Carbon Insight
Carbon Insight

Fyrr á árinu innleiddi Íslandsbanki lausnina Carbon Insight og varð fyrsti banki á heimsvísu til að innleiða kolefnisreikni fyrir viðskiptavini.

„Við hjá Meniga erum virkilega stolt að fá þessa staðfestingu. Hún mun gera okkur kleift að hjálpa mun fleiri einstaklingum um allan heim að fylgjast með og draga úr kolefnisspori sínu. Með Carbon Insight geta bankar og viðskiptavinir tekið skýra afstöðu í baráttunni við hamfarahlýnun og staðfesting frá virtum aðila eins og EY staðfestir gæði þessarar vönduðu umhverfisvöru.”segir Jóhann Bragi Fjalldal, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og Markaðssviðs hjá Meniga.

Jóhann Bragi Fjalldal
Jóhann Bragi Fjalldal

Almenningur vill taka græn skref

Viðhorfskannanir EY og Meniga sýna að almenningur um allan heim vill gera neyslu sína sjálfbærari. Nýleg rannsókn Meniga sýnir að 62% evrópskra neytenda vilja sjá yfirlit yfir kolefnisspor í bankaappinu sínu.

„Við hjá EY höfum sett sjálfbærni í víðasta skilningi þess hugtaks í forgang hjá okkur og það er okkur mikil ánægja að hafa tekið þátt í því verkefni sem Meniga er að inna af hendi. Það að fyrirtæki afli sér óháðrar staðfestingar á mikilvægum upplýsingum er varða sjálfbærni eykur gagnsæi og traust gagnvart starfsemi þeirra og færir okkur sem samfélag nær markmiðum okkar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040,” segir Margrét Pétursdóttir, forstjóri og meðeigandi hjá EY.

Margrét Pétursdóttir
Margrét Pétursdóttir

Staðfesting EY á aðferðarfræði og gagnagrunni Meniga var unnin samkvæmt ISAE 3000 staðlinum og gerir Meniga að leiðandi fyrirtæki á sviði grænna bankalausna. Þróun Carbon Index gagnagrunnsins er í höndum gagnasérfræðinga Meniga með ráðgjöf frá fulltrúum sem starfa hjá UNFCCC, Accountancy Europe, World Resource Institute og Háskóla Íslands. Aðalvísindaráðgjafi verkefnisins er Dr. Jukka Heinonen.

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.