Meniga tryggir sér 2,2 milljarða fjármögnun 

Meniga sótti fjármögnun að virði 15 milljónir evra sem nemur um 2,2 milljarða íslenskra króna.

Meniga sótti fjármögnun að virði 15 milljónir evra sem nemur um 2,2 milljarða íslenskra króna. Þátttakendur í fjármögnunarlotunni voru stórir evrópskir bankar eins og Groupe BPCE og Crédito Agrícola, fjárfestingafélagið Omega ehf., ásamt nokkrum núverandi hluthöfum. 

Fjármögunin verður nýtt til þess að styðja við nýja vaxtarstefnu Meniga með áherslu á að þróa enn frekar vörur sem snúa að auðgun gagna (e. Data Enrichment) og persónumiðaðri innsýn (e. Hyper Personalised Insights). Auk þess felur ný stefna í sér aukna áherslu á að gera bönkum kleift að efla greiðslulausnir sínar í hinu ört vaxandi opna bankakerfi. Ásamt því verður hluti nýttur til að greiða upp núverandi skuldir og verður fyrirtækið því skuldlaust. 

Um Meniga á alþjóðavettvangi 

Meniga er leiðandi fyrirtæki þegar kemur að stafrænum bankalausnum á alþjóðamarkaði en viðskiptavinir eru í 30 löndum í Evrópu, Norður-Ameríku, Miðausturlöndum og Asíu. Á meðal viðskiptavina eru áhrifamiklir bankar eins og Groupe BPCE, UOB, Tangerine, Swedbank og UniCredit. Íslendingar geta nýtt sér lausnir Meniga endurgjaldslaust í Meniga appinu eða á Meniga.is

 ...

Hægt er að kynna sér vörur og þjónustu Meniga erlendis á alþjóðlegum vef fyrirtækisins www.meniga.com