Okkar 5 uppáhalds fjármálahlaðvörp

Það að hlusta á podcast er frábær leið til að afla sér vitneskju um hin ýmsu málefni. Því ákváðum við að taka saman lista yfir uppáhalds fjármálahlaðvörp Meniga, bæði fyrir lengra komna og fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálum.

Frá stofnun Meniga árið 2009 hefur markmið okkar alltaf verið að hjálpa Íslendingum að ná betri tökum á fjármálunum og við teljum fjármálafræðslu vera grundvöllinn að góðri fjárhagslegri heilsu. Meniga leggur sitt að mörkum með því að veita Íslendingum gjaldfrjálsa heimilisbókhaldslausn sem gerir notendum kleift að fá yfigripsmikið yfirlit yfir peningana sína, útgjöld og sparnað.

Þó eru til ýmsar leiðir til að afla sér vitneskju um fjármál og auka fjármálalæsi sitt. Það að hlusta á hlaðvörp (podcast) er ódýr og árangursrík leið til þess að afla sér fjölbreyttrar vitneskju um fjármál á skemmtilegan hátt. Því ákváðum við að taka saman okkar 5 uppáhalds hlaðvörp um fjármál sem eru fullkomin fyrir göngutúrinn.

1. Leitin að peningunum

Leitin að peningunum

Af hverju tekst sumum alltaf að finna peninga á meðan aðrir eru alltaf blankir? Þetta er spurningin sem hlaðvarpið Leitin að peningunum reynir að svara. Gunnar Dofri Ólafsson fær til sín viðmælendur frá hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og fer yfir málefni allt frá viðbótarlífeyrissparnaði til fasteignakaupa. Þættirnir eru framleiddir af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

Okkar uppáhalds þáttur:Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi“. Hér erum við sannarlega ekki hlutlaus þar sem viðmælandi Gunnars í þessum þætti er enginn annar en forstjóri og einn meðstofnanda Meniga; Georg Lúðvíksson. Þeir félagar fara yfir það hvernig fjármálahegðun getur stuðlað að hamingju.

2. This is uncomfortable

This is uncomfortable

Hver eru áhrif peninga á sjálfið, sambönd og hversdagsleikann? Eins og nafnið gefur til kynna fjallar This is uncomfortable um slæm áhrif sem peningar geta haft á einkalífið og er þáttastjórnandinn Reema Khrais ekki smeyk við að kljást við óþægilegar samræður um efnið. Nú nýverið hafa þættirnir einblínt á áhrif COVID-19 á fjárhagslega heilsu einstaklinga, eigendur lítilla fyrirtækja og atvinnuleysi. Þættirnir eru framleiddir af Marketplace.

Okkar uppáhalds þáttur:What’s a friendship worth?“ Myndir þú lána vini þínum pening? Hvað ef umræddur vinur bæði um lán í hverjum mánuði? Í þessum þætti fjallar Reema um áhrif peninga á vináttu.

3. ChooseFI

Choose FI

Hvað ef þú gætir orðið það fjárhagslega sjálfstæð/ur að vinna yrði val fremur en nauðsyn? Þetta hugarfar er endurspeglað í FIRE (Financially Independent — Retire Early) hreyfingunni, en það er einmitt viðfangsefni hlaðvarpsins ChooseFI. Þáttastjórnendurnir Jonathan og Brad ræða leiðir til þess að ná fjárhagslegu sjálfstæði, en meðal þeirra er að hækka tekjur með fjárfestingum og að koma upp varasjóð.

Okkar uppáhalds þáttur:The pillars of FI“. Þessi þáttur einblínir á grunnstoðir FI hreyfingarinnar og er því kjörinn fyrir þá hlustendur sem eru nýliðar í þessu umræðuefni.

4. How to money

How to money

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálum þá er þetta hið fullkomna hlaðvarp. Þáttastjórnendur eru bestu vinirnir Joel og Matt sem ræða hin ýmsu svið fjármála á meðan þeir fá sér einn bjór. Því er andrúmsloftið í How to money næstum eins og að hitta vini sína á barnum og biðja um ráð varðandi íbúðarkaup. Þeir fjalla um fjármál á jákvæðan og einfaldan hátt og vilja þannig auka áhuga yngra fólks á viðfangsefninu.

Okkar uppáhalds þáttur:Debt snowball vs. debt avalance approach to paying down debt“. Í þessum þætti ræða Joel og Matt um bestu leiðirnar til að borga skuldir. Það að vera með mörg lán á bakinu getur haft gríðarleg áhrif á andlega heilsu lántakans. Því er gott að fá ráð um það hvernig best er að borga niður lánin.

5. Clever girls know

Clever girls know

Rannsóknir hafa sýnt að ungar konur eru ekki með jafn gott fjármálalæsi og ungir karlar en því er greinilega þörf á því að auka fræðslu kvenna um fjármál. Clever girls know hlaðvarpið er framleitt af Clever girl finance, einni stærstu kvenmiðuðu fjármálavefsíðu Bandaríkjanna. Bola Sokunbi ræðir alls kyns vandamál sem konur kljást oft við, en veitir einnig almenna fjármálafræðslu með hjálp góðra gesta.

Okkar uppáhalds þáttur:How to deal with financial anxiety“. Hér ræðir Bola við fjármálasálfræðinginn Lindsay Brian Podvin um fjármálakvíða og hvernig hægt er að sporna gegn honum.

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.