Dheeraj (Raj) Soni nýr framkvæmdastjóri Meniga 

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Dheeraj (Raj) Soni hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Meniga.  

Raj býr yfir áratuga reynslu af stjórnunarstörfum fjártæknifyrirtækja og vaxtarfyrirtækja. Má þar nefna TPAY Mobile og Docomo Digital en þar bar hann meðal annars ábyrgð á vexti inn á nýja markaði ásamt stefnumótandi samstörfum við stóra alþjóðlega viðskiptavini.  

Við hjá Meniga erum spennt að vinna með Raj í þeirri vegferð að efla fjárhagslega vellíðan fólks sem er sífellt að ryðja sér meira til rúms sem áhersluefni hjá bönkum.

„Yfirgripsmikil þekking Raj á sjálfbærum vexti í fjártækniumhverfinu fellur fullkomnlega að langtímastefnu Meniga um að auka vöruframboð og þjónustu okkar á komandi árum. Við hlökkum til að taka á móti Raj þegar við förum inn í þennan spennand kafla hjá Meniga.“ 

Willem Willemstein, stjórnarformaður Meniga 

Raj tekur við stöðunni af einum stofnanda Meniga og forstjóra til 14 ára, Georgi Lúðvíkssyni, og við þökkum Georgi kærlega fyrir ómetanlegt framlag sitt til Meniga.   

„Ég hlakka til að leiða fyrirtækið við þróun nýrra lausna til að mæta þeim stafrænu áskorunum sem  fjármálastofnanir og  bankar um allan heim standa frammi fyrir. Að ganga til liðs við svona framsækiðfyrirtæki á þeim tímapunkti þegar eftirspurn eftir sveigjanlegum og opnum bankalausnum hefur aldrei verið meiri, er mjög spennandi. Ég ásamt stjórnarmeðlimum Meniga erum sameinuð í framtíðarsýn okkar fyrir fyrirtækið nú þegar við göngum inn í þennan metnaðarfulla áfanga í alþjóðlegri þróun fyrirtækisins.“ 

Raj, framkvæmdastjóri Meniga 

Alþjóðleg starfsemi Meniga 

Meniga er alþjóðlegt fjártæknifyrirtæki með starfsstöðvar í 4 löndum og viðskiptavini í rúmlega 30 löndum. Yfir 90% af tekjum Meniga koma frá erlendri starfsemi okkar. Stærstur hluti tekna Meniga kemur frá því að selja og innleiða stafrænar lausnir eins og auðgun bankafærslna (e. Transaction enrichment), heimilisbókhaldslausnir (e. PFM solutions), og persónumiðaða stafræna fjármálaráðgjöf inn í banka. Meðal viðskiptavina Meniga erlendis eru stórir alþjóðlegir bankar frá Evrópu, Norður Ameríku, Miðausturlöndum og Asíu eins og Groupe BPCE, UOB, Tangerine, Swedbank og UniCredit. Íslendingar geta nýtt sér lausnir Meniga endurgjaldslaust í Meniga appinu eða á Meniga.is

...

Hægt er að kynna sér vörur og þjónustu Meniga erlendis á alþjóðlegum vef fyrirtækisins www.meniga.com