Vaxtaverkir: Fjármál í samböndum

Góð samskipti eru gríðarlega mikilvæg fyrir heilbrigt samband og þar eru samskipti um fjármál engin undantekning. En hvernig er hægt að opna á umræðu um fjármál við maka? Hvernig er hægt að vita hvort sameiginleg fjármál henti sínu sambandi?

Það má líkja því að hefja sambúð við að stofna lítið fyrirtæki. Rétt eins og fyrirtæki þá þarf að reka heimili, sinna viðhaldi og, auðvitað, sjá um fjármálin.

Rekstri heimilis fylgja föst útgjöld eins og leiga eða lánaafborganir, hiti, rafmagn og tryggingar, en einnig þarf að taka mið af breytilegum útgjöldum eins og matarkostnaði, fatnaði og afþreyingu. Með árunum stækkar svo fyrirtækið en með því verða útgjöldin fleiri og fjölbreyttari og oft erfiðara að halda utan um þau.

Til þess að öðlast heildstætt yfirlit yfir útgjöld heimilisins kjósa því margir að vera með sameiginlegan fjárhag. En hvernig veit maður hvort sameiginleg fjármál henti manni eða ekki? Hvernig er hægt að opna á umræðuna um sameiginleg fjármál við maka sinn og hverjir eru kostir og gallar sameiginlegs fjárhags?

Þetta viðfangsefni er greint til hlítar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Vaxtaverkir í umsjón þeirra Kristínar Hildar Ragnarsdóttur og Brynju Bjarnadóttur. Vaxtaverkir er nýlegt hlaðvarp á vegum Útvarps 101 þar sem þær Kristín Hildur og Brynja ræða hin ýmsu málefni sem tengjast fjármálum á skemmtilegan og auðskiljanlegan hátt.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson

Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er einn af okkar reyndustu mönnum þegar kemur að sameiginlegum fjármálum; Guttormur Árni Ársælsson, vörustjóri hjá Meniga. Í þættinum ræða þau saman um hvernig skuli taka fyrstu skref í sameiginlegum fjármálum, kynslóðamun í útgjöldum og hvernig leysa skuli algengustu vandamálin sem fylgja oft fjármálum í samböndum.

Þættinum til stuðnings munum við hér greina nánar frá sameiginlegum fjármálum í Meniga, hvernig hægt er að samtengja aðganga og hvernig Meniga getur nýst þeim sem vilja heildstætt yfirlit yfir fjármál heimilisins. Við mælum þó eindregið með því að hlusta fyrst á þáttinn, en hann má finna hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Samtenging notenda í Meniga

Það er einfalt að samtengja notendur í Meniga og er það einstaklega góður valmöguleiki fyrir þá sem vilja vera með sameiginleg fjármál. Þegar par eða sambýlisfólk tengir saman aðganga sína birtast allir þeirra reikningar og kort á báðum aðgöngum og fæst því fullkomið yfirlit yfir fjármál heimilisins.

Meniga flokkar öll útgjöld heimilisins sjálfvirkt og veitir einstaka innsýn inn í hvert peningarnir fara. Meniga útbýr sjálfvirkar viku- og mánaðarskýrslur sem veita gott yfirlit yfir bæði tekjur og útgjöld. Það er því er ekki mikil handavinna sem fylgir því að nota Meniga og er það einn af stóru kostum þess að nota Meniga til þess að halda utan um heimilisfjármálin. Þú þarft því ekki að vera með meistaragráðu í fjármálum til þess að geta verið með fjármálin á hreinu. Fyrir lengra komna er svo einnig er hægt að búa til eigin skýrslur fyrir ákveðið tímabil, bankareikning eða ákveðinn útgjaldaflokk.

Hér má sjá hvernig útgjöldin gætu dreifst hjá hjónum með eitt barn
Hér má sjá hvernig útgjöldin gætu dreifst hjá hjónum með eitt barn

Svo er hægt að kafa enn dýpra í bókahaldið og sjá hvernig útgjöldin dreifast í undirflokkunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig útgjöldin dreifast hjá þessum samtengdu notendum í flokknum „Verslun og þjónusta“ í september.

Hér er svo hægt að smella á hvern undirflokk og sjá færslurnar sem liggja þar að baki
Hér er svo hægt að smella á hvern undirflokk og sjá færslurnar sem liggja þar að baki

Nú þegar hjónin vita nákvæmlega hvert peningarnir þeirra fara þá er auðvelt fyrir þau að koma auga á útgjaldaliði þar sem mætti mögulega skera niður. Í Meniga býðst þér að búa til þína eigin áskorun í útgjaldaflokki sem hentar þér, en þá reiknar Meniga hver meðalútgjöldin voru í völdum flokki síðustu mánuði og gerir þér kleift að setja þér markmið til að þess að lækka þá upphæð. Þú getur svo fylgst með árangrinum eftir því sem líður á mánuðinn.

Hvað ef ég er að kaupa gjöf handa maka sem ég vil ekki að hann sjái í Meniga?

Ólíkt færslum í heimabankanum þínum þá er hægt að vinna með færslur í Meniga og hægt er að fara ýmsar leiðir ef þú ert með færslu í Meniga sem þú vilt halda leyndri.

Þú getur til dæmis eytt færslunni út og bætt nýrri færslu inn handvirkt sem er með sömu upphæð en einhvern mjög óáhugaverðan færslutexta. Einnig geturðu einfaldlega eytt færslunni og bætt henni svo aftur við með réttri dagsetningu og réttum færslutexta þegar makinn hefur fengið gjöfina. Ef þú vilt minni handavinnu þá er góð lausn að taka út pening fyrir gjöfinni, en þá kemur aðeins hraðbankafærslan inn í Meniga.

Hvað ef við viljum ekki lengur hafa samtengda aðganga í Meniga?

Það er afar auðvelt að rjúfa samtengingu notenda í Meniga. Þú þarft einungis að skrá þig inn á meniga.is, fara á sama stað í stillingum og þú tengdir aðgangana og velja „Rjúfa tengingu“. Það er nóg að annar aðilinn framkvæmi þessa aðgerð til þess að samtengingin rofni.

Gott er að hafa það hugfast að samtenging notenda í Meniga er ótengd prókúru í heimabanka.

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eð aInstagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.