11,5 milljónir endurgreiddar í júní

Í júní fá þeir 5000 einstaklingar sem nýttu sér endurgreiðslutilboð hjá Meniga og Fríðu endurgreiddar samtals 11,5 milljónir króna!

Þann 18. júní fá notendur Meniga og Fríðu endurgreiddar samtals 11,5 milljónir króna. Þessi upphæð, sem er sú hæsta sem hefur verið endurgreidd hingað til, er sá afsláttur sem notendur söfnuðu sér á tímabilinu 22. apríl til 21. maí.

Alls nýttu um 5.000 einstaklingar sér tilboð á vegum Meniga eða Fríðu hjá Íslandsbanka á umræddu tímabili. Á meðal samstarfsaðila í þessum stóra endurgreiðslumánuði voru fyrirtækin Orkan, Lindex, Fjallakofinn og Brauð & Co.

Fríðindakerfi Meniga er frábrugðið flestum fríðindakerfum á margvíslegan hátt.

  1. Tilboðin eru sérsniðin notandanum og byggja á þinni eigin neysluhegðun.
  2. Þú þarft ekki að láta vita að þú sért með tilboð áður en viðskiptin fara fram. Þú einfaldlega virkjar tilboðið í Meniga appinu eða Fríðu hjá Íslandsbanka og borgar svo með korti sem er tengt við Meniga.
  3. Í stað þess að sjá afsláttinn strax þá borgarðu fullt verð fyrir vöruna eða þjónustuna. Svo fylgistu með afslættinum þínum safnast upp í Meniga appinu. Afslættirnir eru endurgreiddir inn á reikning að eigin vali 18. hvers mánaðar.

Meniga tilboðin eru í formi einstakra herferða og eru því tímabundin, en vegna þess verða afslættirnir oft hærri en gengur og gerist. Við mælum því með að kíkja reglulega í Meniga appið eða app Íslandsbanka til þess að kanna hvort einhver skemmtileg tilboð bíða þín þar.

Endurgreiðslutilboð Meniga

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.