Getur Meniga gagnast unglingnum þínum?

Umræðan um mikilvægi fjármálalæsis hefur orðið meira áberandi síðastliðin ár og þá sérstaklega um mikilvægi þess að auka fjármálafræðslu hjá ungu fólki.

Hér höfum við tekið saman helstu upplýsingar um hvernig Meniga getur verið hjálplegt tól í fjármálafræðslu fyrir ungt fólk. Getur Meniga gagnast unglingnum þínum?

Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi fjármálalæsis orðin meira áberandi í samfélaginu og eru flestir sammála um að mikilvægt sé að byrja snemma að fræða unglinga um fjármál. Í kjölfarið hefur fjármálafræðsla verið innleidd víða í grunn- og framhaldsskólum en þar er ungu fólki kenndur grunnur í fjármálalæsi.

Við teljum Meniga vera afar gott hjálpartæki til að styðja við fjármálafræðslu ungs fólks. Hér fyrir neðan munum við útskýra hvernig Meniga getur gagnast unglingnum þínum.

...

Yfirgripsmikil yfirsýn yfir útgjöld

Fyrir ungt fólk sem er að byrja að læra um fjármál er Meniga einstaklega hjálplegt tól til þess að fylgjast með eigin einkaneyslu. Meniga er gjaldfrjálst heimilisbókhaldsforrit sem flokkar útgjöldin þín sjálfkrafa og veitir því einstaka innsýn í það hvert peningurinn þinn fer.

Ímyndum okkur ungan framhaldsskólanema, Önnu, sem er að stíga sín fyrstu skref í persónulegum fjármálum. Hingað til hefur hún ekki mikið fylgst með fjármálum sínum öðruvísi en að athuga hvort hún eigi nóg af peningum á kortinu sínu. Nú langar hana þó að byrja að spara. Anna opnar því sparnaðarreikning í bankanum sínum og stofnar aðgang hjá Meniga. Um leið og hún stofnar aðganginn sinn sækir Meniga færslur frá síðustu tveimur árum og flokkar þær sjálfkrafa í ákveðna útgjaldaflokka.

Undir flipanum „Innsýn“ getur hún séð samantekt yfir það hvert peningarnir hennar hafa farið þennan mánuðinn og getur skoðað færslurnar fyrir hvern útgjaldaflokk fyrir sig. Þar sér Anna að að hún eyðir mestum pening í mat og skyndibita.

Útgjöld í Meniga

Mánaðarlegar áskoranir hvetja til sparnaðar

Meniga býður upp á nokkrar áskoranir sem hægt er að taka þátt í að hverju sinni, en notendur geta einnig búið til sína eigin áskorun eftir því sem hentar þeim best þann mánuðinn.

Anna vill setja sér áskorun að lækka þá upphæð sem hún eyðir í skyndibita um 15%.

Hún byrjar á því að samþykkja skyndibitaáskorunina í Meniga appinu eða á meniga.is. Meniga reiknar út hversu mikið hún hefur eytt í skyndibita að meðaltali síðustu mánuði og setur henni takmark sem er 15% lægra en meðaleyðslan.

Anna fylgist svo með árangri sínum yfir mánuðinn. Mögulega mun hún kjósa að elda heima frekar en að næla sér í skyndibita í lok mánaðar þegar hún sér að hún er að nálgast það að fara yfir takmarkið.

Áskorun í Meniga

Í hverjum mánuði er ein áskorun í hávegum höfð þar sem oft er boðið upp á viðeigandi tilboð til að hvetja notendur enn frekar áfram. Áskorun mánaðarins í júní er eldsneytisáskorun. Þá hvetur Meniga notendur sína til að skilja einkabílinn eftir heima og ganga, hjóla eða nýta sér umhverfisvænni ferðamáta í staðinn. Eldsneytisáskorun Meniga er í samstarfi við Strætó og Hopp Reykjavík sem bjóða notendum Meniga og Fríðu endurgreiðslutilboð af þjónustu sinni í júní.

...

Einstakt fríðindakerfi

Meniga býður upp á alls kyns tilboð sem eru sérsniðin að notandanum. Tilboðin eru í formi einstakra herferða og eru tímabundin, en því verða afslættirnir oft hærri en vanalega. Það sem greinir tilboðskerfi Meniga þó helst frá öðrum fríðindakerfum er það að afslátturinn er endurgreiddur eftir kaupin frekar en að dragast strax frá upphæðinni sem á að borga. Þetta þýðir að viðskiptavinurinn þarf ekki að láta vita að hann sé með afslátt, heldur er nóg að virkja tilboðið í Meniga appinu og greiða með korti sem er tengt við Meniga. Afslátturinn er svo endurgreiddur 18. hvers mánaðar inn á reikning að eigin vali.

Þar sem Anna er að byrja að spara ákveður hún að skrá sparnaðarreikninginn sinn sem endurgreiðslureikning. Hún veit að ef afslátturinn fer inn á sparnaðarreikning frekar en inn á debetkortið hennar er hún ólíklegri til að eyða upphæðinni sem sparast strax í eitthvað annað.

Anna getur fylgst með endurgreiðslunni safnast upp í Meniga appinu og getur svo séð upphæðina ávaxtast í bankanum.

Tilboð í Meniga

Fjármál til framtíðar

Nú þegar Anna hefur sýnt aukinn áhuga á því að taka stjórn á eigin fjármálum vilja foreldrar hennar setjast niður með henni og sýna henni hvernig fjármálin líta út hjá fullorðnu fólki.

Foreldrar Önnu eru með samtengda Meniga aðganga og hafa því yfirlit yfir öll fjármál heimilisins á einum stað. Þau geta farið yfir það saman hversu hátt hlutfall tekna fer í nauðsynjar, eins og útborganir af lánum, samgöngukostnað og matarinnkaup. Þau ræða einnig við Önnu um mikilvægi þess að eiga sparnaðarreikning vegna óvæntra útgjalda sem geta komið upp. Því ætti ekkert að koma Önnu á óvart þegar hún fer að halda sitt eigið heimili.

Við hjá Meniga teljum að hreinskilnar og opinskáar samræður um fjármál geti gagnast ungu fólki gríðarlega og geti hjálpað því að taka skynsamar peningaákvarðanir til framtíðar.

...

Vilt þú læra hvernig á að nota Meniga? Horfðu á upptöku af fjarnámskeiðinu okkar þar sem farið er yfir allt það helsta í notkun Meniga.

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.