Hvað á að vera í matinn í kvöld?

Vilt þú lækka útgjöldin í skyndibita? Hér fengum við fjóra Menigans til að deila hugmyndum af kvöldmat þegar þau myndu annars grípa sér skyndibita. 

Hvað eigum við að hafa í matinn í kvöld? Þetta er spurning sem flestir þurfa að svara hvern einasta dag og getur orðið ansi leiðigjörn.

Eflaust kannast flestir við það að klára erfiðan vinnudag og langa ekkert minna en að ákveða hvað á að vera í matinn, fara í troðfulla matvörubúð í seinnipartsumferðinni og þurfa svo að elda og ganga frá þegar heim er komið. Þá er afar freistandi að láta aðra sjá um eldamennskuna fyrir sig og koma við á næsta skyndibitastað á leiðinni heim. Þægindunum fylgja þó aukin útgjöld þar sem skyndibiti er alla jafna dýrari valkostur en að elda heima.

Vissir þú að þú getur tekið þátt í skyndibitaáskorun á meniga.is eða í Meniga appinu? Þú getur búið til þína eigin áskorun með þínu eigin markmiði eða nýtt þér tilbúna áskorun í Meniga. Meniga reiknar út hvað þú eyðir venjulega mikið í skyndibita og hvað þú getur eytt mikið í þessum mánuði til að ná markmiðinu.

Til þess að veita lesendum innblástur spurðum við fjóra Menigans um þeirra uppáhalds uppskriftir, bæði þegar þau hafa nægan tíma í eldhúsinu en einnig þegar tími er knappur og freistandi að grípa í skyndibita.

Uppgötvaðu uppskriftir og heilræði þeirra hér fyrir neðan.

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri Meniga á Íslandi

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri Meniga á Íslandi

Hvað finnst þér skemmtilegast að elda þegar þú hefur nógan tíma?

Ég legg mestan metnað í góðar steikur og nostra oft mikið við sósuna. Minn uppáhalds réttur er þó mjög einfaldur en það er confit de canard að hætti Snaps. Þá grilla ég andalæri í ofninum og steiki kartöflurnar (helst smælki) upp úr andafitunni. Eina sem þarf með svona máltíð er gott kál og rauðvín. Annars er eiginkonan svo mikill kokkur að það er erfitt að standast henni snúning í eldhúsinu.

Hver er þinn uppáhalds skyndibiti þegar þú nennir ekki að elda?

Minn uppáhalds skyndibitastaður er Mandi eða Austurlandahraðlestin þegar við viljum gera sérstaklega vel við okkur. Nýti mér að sjálfsögðu alltaf tækifærið þegar þessir staðir eru með tilboð á meniga.is.

Hvaða heimalagaða máltíð kemur í stað skyndibita á þínu heimili?

Í vor keypti ég Ooni pizzaofn á pizzaofnar.is sem nær 500° hita og eldar pizzu á mínútu. Svo á ég alltaf í frystinum súrdeigsdeig frá Garra (80 pizzadeig á rúmar 8.000 kr.) sem ég tek út 2–3 tímum fyrir mat. Þetta er snilldar leið til að nýta alls konar afganga sem verða þannig að dýrindis máltíð. Afgangurinn af öndinni er til dæmis algjört lostæti á pizzu og svo gerir chilli og beikon auðvitað allt betra.

Ætlar þú að setja þér skyndibitaáskorun í september?

Já, ég ætla sannarlega að taka þátt. Við fjölskyldan erum reyndar búin að standa okkur mjög vel þetta árið að fækka skyndibitamáltíðum og voru pizzaofns kaupin einmitt liður í því.

Hvað eyðir þú ca mikið í skyndibita í mánuði?

Við fjölskyldan eyðum að meðaltali um 10.000 kr. á mánuði í skyndibita sem er umtalsverð lækkun frá fyrri árum.

Þórhildur Birgisdóttir, mannauðsstjóri Meniga

Þórhildur Birgisdóttir eða Tótla, Mannauðsstjóri Meniga, ætlar að taka þátt í Skyndiber. Hún ætlar að nýta rútínuna sem fylgir haustinu til þess að taka sig á í innkaupum og matarræði.

Hver er þinn uppáhalds réttur til að elda heima?

Mér finnst alltaf gaman að hafa grillað lambakjöt, ferskt salat og ofnbakað grænmeti og auðvitað smælki ef það er til! En það er einn réttur sem mér finnst alltaf gaman að elda, hann er hvorki flókinn né tímafrekur en stendur alltaf fyrir sínu. Þessi réttur kemur frá Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara sem bjó um árabil á Ítalíu og því um að gera að syngja nokkrar aríur á meðan á eldamennsku stendur.

Tagliatelle al tonno di KJ
Túnfisk-tagliatelle Kristjáns Jóhannssonar — fyrir fjóra

 • 500 gr. tagliatelle
 • 250 gr. túnfiskur í olíu
 • 2–4 hvítlauksrif
 • 1 stk. púrrulaukur
 • 1 ferskur chili-pipar (fræhreinsaður)
 • 1/2 grænmetisteningur
 • U.þ.b. 8 kaperskorn (má sleppa og nota t.d. saxaða steinselju, sem bætt er útí alveg í lokin)
 • Rúml. 1/2 glas hvítvín
 • U.þ.b. 2,5 dl. matreiðslurjómi
 • 2 msk. karrý
 • U.þ.b. 5 msk. parmesanostur
 • Smá ólífuolía til steikingar
 • Salt og pipar

Sjóða pasta skv. leiðbeiningum með grófu sjávarsalti, passa að það sé „al dente“, — ekki mauksoðið.

Meðan það sýður er sósan gerð:

Hella olíunni af túnfiskinum auk ögn af ólífuolíu á stóra og háa pönnu (til dæmis wok), hita á lágum hita á meðan fínskorinn er hvítlaukur, púrrulaukurinn og chili. Þessu er skellt á pönnuna ásamt súputeningnum.

Þegar laukurinn er orðinn glær, er túnfiski og kapers bætt við. Síðan er hvítvíninu hellt útí og parmesanostinum kastað í gumsið. Hræra vel í og setja að lokum rjómann í og krydda með karrý, salti og pipar. Láta malla smástund á lágum hita, en þó ekki svo að fiskurinn sjóði í mauk.

Skola af pastanu, skerpi aðeins á sósunni rétt áður en pastað er sett út í, hræra vel í í 1–2 mínútur.

Klárt! Borið fram með parmesanosti, baguette brauði og auðvitað restinni af hvítvíninu :)

Hvað finnst þér gott að elda á þeim dögum þar sem þú myndir venjulega panta skyndibita?

Allt má nú kalla eldamennsku en mjög oft tíni ég bara til alls konar úr skápunum svo þessar máltíðir geta orðið mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Það er lítið mál að sjóða pasta og gera einhverja sósu til að sulla saman við pastað. Mikilvægt að eiga þá alltaf niðursoðna tómata og ekki verra ef það er til rjómaostur líka. Grilluð samloka er klárlega sígild og alltaf vinsæl hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Á æskuheimilinu kölluðust þessar máltíðir ýmist „te og brauð“ eða „skyr og brauð“ og mér fannst það alltaf æðislegt og finnst það enn.

Pablo Santos, yfirhönnuður Meniga

Pablo Santos, yfirhönnuður Meniga, eyðir að meðaltali 12.000 krónum í skyndibita á mánuði. Hann ætlar að reyna að lækka þessa upphæð um 15% í september og ná sér sjaldnar í sinn uppáhalds skyndibita, Mandi.

Hvað finnst þér skemmtilegast að matreiða þegar þú hefur nógan tíma í eldhúsinu?

Ef ég er að halda matarboð finnst mér gaman að gera Tacos. Þetta finnst mér spennandi og ég reyni að nota tækifærið til að prófa ýmislegar nýjar aðferðir. Það tekur mig að minnsta kosti 5–6 klukkutíma að gera Tacos vegna þess að það er allt gert frá grunni, oftast býð ég vinum að vera með mér og við gerum þetta saman. Það finnst mér skemmtilegast. Grunnurinn er auðveldur, það eru maís tortillur og ég bý til einfalt salsa sem samanstendur af söxuðum tómötum, papriku og kóríander. Ég bæti við lime og svo salti og pipar. Mér finnst rækjutacos mjög góðar en ég elda þá ekki rækjurnar heldur marinera þær í sítrussafa og fullt af hvítlauki. Svo blandar maður þessu öllu saman í tortillur og þá líður manni eins og maður sé í paradís.

Hvað myndir þú hafa í matinn í stað skyndibita?

Ég á alltaf hveititortillur heima og þegar ég vilt að gera eitthvað sem tekur lítinn tíma djúpsteiki ég tortillur í c.a. 30 sek á hvora hlið, set þær svo til hliðar og steiki egg. Síðan tek ég lárperu og set hana ofan á tortilluna með salti og pipar og toppa svo með steiktu eggi. Mér finnst svo gott að setja chilli sósu ofan á.

Alexandra Mahlmann, hugbúnaðarprófari Meniga

Alexandra Mahlmann — Hugbúnaðarprófari Meniga

Hver er þín uppáhalds uppskrift þegar þú hefur nægan tíma?

Ég bý yfirleitt til mat sem tekur ekki langan tíma að elda, en þegar kemur að Lasagna þá er ég með uppskrift sem ég fékk fyrir 25 árum síðan og geri enn þann dag í dag, þó að það taki smá tíma. Hún er með léttari útgáfu af Bechamel sósu, sem er búin til úr kotasælu, eggi og smá rjómaosti í staðinn. Krökkunum mínum finnst hún alltaf æði og einstaklega vinsæll matur á kvöldverðarborði :)

Hver er sá skyndibiti sem þú grípur oftast í?

Þegar ég hef ekki tíma eða getu til að elda verður XO veitingastaður oftast fyrir valinu, hollur og góður matur sem er ekki mjög dýr.

Hvaða heimalagaða máltíð kemur í stað skyndibita?

Oftast á ég slatta af grænmeti í ísskápnum og þar sem mér finnst hundleiðinlegt að henda mat þá reyni ég alltaf að búa til rétt úr því áður en það gerist. Stundum búum við til “óhefðbundnar” vefjur úr því (ég á yfirleitt einn pakka af vefjum og sósu í skápnum), stundum hendi ég öllu á pönnu og set smá pesto og spælt egg með eða ég bý til uppáhaldspítsuna mína — úr möndlumjöli og höfrum, þó að það sé bara til laukur, smá grænmeti, pesto og pínu ostur. Rest af fetakubbi eða ferskur mozzarella er líka frábært á pítsuna.

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.