Hvað er ISO 27001 vottun?
ISO 27001 er alþjóðlega viðurkennd öryggisvottun sem setur strangar kröfur um upplýsingaöryggi og krefst stöðugra endurbóta. Til þess að hljóta vottunina þarf að innleiða stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis semhjálpar fyrirtækjum eins og Meniga að meðhöndla viðkvæmar upplýsingar á öruggan hátt og tryggja sterka gagnavernd, áhættustýringu og eftirlitsferla.
Þessi vottun endurspeglar skuldbindingu okkar við gagnaöryggi og tryggir að öll kerfi okkar og starfshættir séu í samræmi við ströngustu staðla fjártæknigeirans.
Öryggi frá grunni
Meniga leggur ofuráherslu á að tryggja trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Öryggi er innbyggt í alla okkar starfsemi, frá vöruþróun og innviðum til starfsmannaþjálfunar og viðbragða við atvikum. Öryggis- og persónuverndarstefna Meniga er í sífelldri endurskoðun og með ISO 207001 munum við halda áfram að styrkja varnir okkar og betrumbæta starfshætti.
...
Fyrir frekari upplýsingar um það hvernig við meðhöndlum þín gögn geturðu skoðað Persónuverndarstefnu okkar: https://www.meniga.is/oryggi/
