Settu þér áskorun í ágúst

Nú eru dagarnir farnir að styttast aftur en það þýðir bara eitt; sumarið er að enda komið. Nú þegar nýtt skólaár byrjar og hversdagsleikinn er að taka við er gott að líta yfir útgjöld síðustu mánaða og sjá hvar hægt er að bæta sig.

Nú eru dagarnir farnir að styttast aftur en það þýðir bara eitt; sumarið er að enda komið. Nú þegar nýtt skólaár byrjar og hversdagsleikinn er að taka við er gott að líta yfir útgjöld síðustu mánaða og sjá hvar hægt er að bæta sig.

Vissir þú að þú getur búið til þína eigin áskorun hjá Meniga í þeim útgjaldaflokki sem hentar þér?

Ímyndum okkur að þú komir reglulega við á kaffihúsi á leiðinni í vinnu eða skóla til að grípa með þér einn bolla. Þú skoðar útgjöldin þín í Meniga og sérð að þú eyðir að meðaltali rúmlega 7.000 krónum á mánuði í kaffihús. Þú ákveður að byrja að taka kaffi með þér að heiman, fjárfestir í ferðamáli og býrð til þína eigin kaffihúsaáskorun í Meniga.

Það eina sem þú þarft að gera er að opna Meniga appið eða skrá þig inn á meniga.is, fara inn í Áskoranaflipann og velja „Búa til eigin áskorun“.

Svona býrðu til áskorun í Meniga
Hér má sjá hvernig sett er upp eigin áskorun í Meniga

Þú getur svo fylgst með árangri þínum í Meniga yfir mánuðinn og séð ef þú ert að nálgast það að fara yfir markmiðið. Ef eyðslan er komin upp í 3.000 kr. á fimmtánda degi mánaðar þá ertu ef til vill líklegri til að taka með þér kaffi að heiman daginn eftir.

Kaffihúsaáskorunin er góð byrjun, en eru einhverjir aðrir útgjaldaflokkar sem hefðu gott af smá niðurskurði?

Árið 2020 var ansi frábrugðið fyrri árum og hjá flestum sást það svart á hvítu í Meniga. Útgjöld í flokkum eins og „Frí og ferðalög“„Skemmtanalíf og barir“ og „Bíó, leikhús og tónleikar“ lækkuðu töluvert vegna samkomutakmarkana og ferðabanna en í stað þess hækkuðu útgjöld í mörgum öðrum flokkum.

https://www.meniga.is/blog/eyddum-vi%C3%B0-peningunum-okkar-o%C3%B0ruvisi-2020

Í miðjum heimsfaraldri þurftu margir að finna nýjar leiðir til að láta tímann líða og eyddu því meiri pening en venjulega í afþreyingu heima fyrir.

Nú þegar lífið fer hægt og rólega að færast aftur í fyrra horf gæti verið sniðugt að reyna að lækka útgjöldin í þeim flokkum sem hækkuðu í faraldrinum og setja sér áskoranir í Meniga. Hér erum við með tillögur að nokkrum flokkum sem margir gætu sett sér áskorun í:

Áskoranir og miðlun: Þegar ekkert annað var í boði en að húka heima leyfði maður sér áskriftir af ýmsu tagi. Þar má nefna streymisveitur eins og Amazon Prime, Hulu, Disney Plus, Audible og PlayStation Plus sem eru ef til vill ekki allar í notkun núna. Auk streymisveita voru margir sem prófuðu sig áfram með annars konar áskriftir. Þar má nefna hina ýmsu matarpakka, snyrtivöruáskriftir, kaffiáskriftir og margt fleira. Nú er kjörið að skoða áskriftirnar sínar og athuga hvort megi grisja einhverjar.

Sjónvarpsefni, tónlist, tölvuleikir og bækur: Líkt og með áskriftirnar þá leyfðu sér margir að eyða pening í ýmis konar afþreyingu og voru tölvuleikir og sjónvarpsefni þar vinsæll kostur. Algengt var að setja sér einhvers konar markmið í fyrstu bylgju en þar var meðal annars vinsælt markmið að vera duglegri að lesa. Okkur grunar að nokkrar af þeim bókum sem voru keyptar 2020 liggi ólesnar í bókahillunni eftir það háleita markmið að lesa eina bók í mánuði. Við mælum með því að lesa þær bækur sem til eru og sleppa því að kaupa nýja bók í bili.

Bakarí: Hvað er betra en bakkelsi til að gera sér dagamun um helgar? Í COVID fann maður hamingjuna í litlu hlutunum eins og nýbökuðum snúð á laugardagsmorgni. Fjórir nýbakaðir snúðar í viku eru þó fljótir að verða að alvöru útgjöldum og því er kannski ráðlegt að skipta yfir í frosna snúða úr Bónus.

Útivistar-Menigan

Útivist: Sólþyrstir Íslendingar þurftu að bíta í það súra epli að ekki yrði úr utanlandsferðunum þeirra sumarið 2020. Veiðiferðir, útilegur og hin ýmsu ferðalög um landið urðu því geysivinsæl í stað utanlandsferða. Flestir þurftu að fjárfesta í búnaði fyrir ferðalögin á borð við tjöld, útilegustóla, gönguskó og svefnpoka. Nú þegar sumarið er á enda fer að draga úr þessum ferðalögum og þá líklega útgjöldunum líka.

Viðhald og rekstur heimilis: COVID var kjörinn tími til að leggjast í framkvæmdir á heimilinu enda var tímanum mikið varið heima fyrir. Þegar maður er kominn í framkvæmdargírinn er erfitt að hætta og alltaf hægt að finna eitthvað fleira sem má betrumbæta. Þó er mikilvægt að draga línuna einhvers staðar og gefa sjálfum sér, og veskinu frí. Slepptu framkvæmdunum í bili og njóttu síðustu sólardaganna úti.

Þeir sem vilja setja sér markmið í ágúst ættu sannarlega að finna flokk við sitt hæfi hjá Meniga, enda er Meniga með yfir 60 útgjaldaflokka til að velja úr. Því ættu allir að geta búið til áskorun sem hentar þeirra markmiðum fyrir haustið.

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.