Svona virkar áætlunin í Meniga

Hér förum við yfir það hvernig áætlunin í Meniga nýtist til þess að styðja við fjárhagslega heilsu

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að verðbólga hefur farið vaxandi. Á hverjum degi berast tilkynningar um hækkandi stýrivexti, rýrnandi matarkörfur og dýrara eldsneyti. 

Þegar verðlag fer hækkandi gæti verið freistandi að loka augunum, opna ekki heimabankann og henda öllum kvittunum til þess að eyða sönnunargögnunum. Við hjá Meniga trúum þó á að það sé hjálplegt að horfast í augu við fjármálin, eða eins og orðtakið fræga segir – „Knowledge is power“.  

Meniga er hinn fullkomni förunautur í gegnum verðbólguna. Hvort sem þú vilt aðeins vakta þróun útgjalda fyrir forvitnissakir eða reyna að koma auga á tækifæri til að spara veitir Meniga þér fullkomna yfirsýn yfir heimilisbókhaldið. Útgjöldin munu að minnsta kosti ekki hækka með því að nota Meniga af því að Meniga er ókeypis!  

Hér ætlum við að fara aðeins yfir einn lið á vefnum okkar sem við teljum vera afar gagnlegan þegar verið er að skoða hvert peningarnir eru að fara. 

Áætlunin

Áætlunin í Meniga
Áætlunin í Meniga

Áætlunin í Meniga er frábært tól til þess að fara yfir heildarfjármálin og áætla útgjöld fyrir komandi mánuði. Vinstri hliðin sýnir raunstöðu tekna og útgjalda þennan mánuð og síðustu tvo mánuði, sem í þessu tilfelli er apríl, maí og júní. Hægra megin er svo sjálf áætlunin. Meniga reiknar meðalupphæð hvers undirflokks síðustu 12 mánuði og spáir þannig fyrir um líklega neyslu næstu mánaða.  

Útgjöldin
Þegar smellt er á "Útgjöld" birtast útgjaldaflokkarnir

Hægt er að smella á hvern flokk fyrir sig til þess að birta undirflokkana en einnig er hægt að velja undirflokk til þess að sjá færslurnar sem liggja að baki hverri upphæð. Þannig er hægt að kafa dýpra og sjá nákvæmlega hvert peningarnir fara.

Hér má sjá undirflokkana í yfirflokknum "Matur"

Meniga áætlar líkleg útgjöld næstu mánaða miðað við meðalneyslu síðustu 12 mánaða. Það er þó auðvelt að breyta því hvernig áætlunin er reiknuð. Mögulega var einhver mánuður á árinu þar sem útgjöldin voru einstaklega óvenjuleg, en þá er gott að geta breytt útreikningunum.

Meniga býður upp á fjóra valmöguleika fyrir útreikning á sjálfvirkri áætlun:

  • Að áætluð upphæð sé eins og síðasti mánuður
  • Að áætlunin miðist við meðaltal síðustu 3 mánaða
  • Að áætlunin miðist við meðaltal síðustu 12 mánaða
  • Að áætlunin endurspegli einhvern sérstakan mánuð
Valmöguleikar fyrir sjálfvirka áætlun
Valmöguleikar fyrir sjálfvirka áætlun

Að lokum er hægt að velja fasta upphæð í áætluninni. Þetta er tilvalið þegar verið er að setja sér markmið fyrir einhvern undirflokk. Segjum sem svo að þú viljir taka þig á í matarinnkaupum og lækka útgjöldin um 10% í þessum flokki.

Valmöguleikar fyrir fasta áætlun
Valmöguleikar fyrir fasta áætlun

Þegar litið er á sjálfvirku áætlunina sýnir hún að meðaleyðslan þín í matarinnkaupum síðustu 12 mánaði hefur verið 51.979 kr.

Þar sem þú ætlar að reyna að draga úr útgjöldunum í þessum flokki velur þú 47.000 kr sem fasta upphæð hér eftir.

Uppfærð áætlun þegar búið er að setja markmið
Uppfærð áætlun þegar búið er að setja markmið

Meniga auðkennir áætlaða upphæð með bláum depli svo þú vitir hvar þú hefur sett þér markmið. Hér er gott að fylgja þessu markmiði eftir með því að nýta Meniga áskoranirnar. Þú getur lesið betur um virkni þeirra hér

...

Til þess að vita meira um Meniga getur þú getur þú farið á heimasíðuna okkar eða hlaðið niður gjaldfrjálsa Meniga appinu á iPhone eða Android. Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook eða Instagram fyrir hjálplegar upplýsingar um notkun á Meniga, ný tilboð eða áskoranir og allt annað sem við erum að bralla hjá Meniga.