Ársskýrsla Markaðsvaktarinnar

Ársskýrsla Markaðsvaktar Meniga sýnir þróun markaðshlutdeildar þíns fyrirtækis í samanburði við valda keppinauta á árinu 2021 auk samanburðar við árið 2020.

Hér getur þú skoðað sýnishorn af Ársskýrslunni.

Panta ársskýrslu

Ársskýrsla Markaðsvaktarinnar á sérstöku kynningarverði

Við hjá Meniga vorum að ljúka við þróun á Ársskýrslu Markaðsvaktar Meniga sem sýnir þróun markaðshlutdeildar þíns fyrirtækis í samanburði við valda keppinauta á árinu 2021, ásamt samanburði við árið 2020. Skýrslan byggir á ópersónugreinanlegum raungögnum um viðskipti yfir 30 þúsund einstaklinga úr Meniga samfélaginu og veitir því alveg einstaka sýn á samkeppnisstöðu á íslenskum markaði. Þínu fyrirtæki býðst að velja allt að sex fyrirtæki til samanburðar og sjá meðal annars:

  • Þróun markaðshlutdeildar og frávik á milli ára
  • Heildar markaðshlutdeild, sölu, fjölda viðskiptavina og fjölda viðskiptafærslna fyrir þitt fyrirtæki og helstu keppinauta
  • Fjölda og hlutfall nýrra, tryggra og tapaðra viðskiptavina fyrir síðustu 6 mánuði 2021 í samanburði við sama tímabil 2020
  • Meðalkörfu og meðal lengd á milli viðskipta hjá viðskiptavinum þínum og keppinautanna
  • Kynja- og aldursdreifingu hjá þínu fyrirtæki og keppinautunum

Þar sem um nýja vöru er að ræða verður hún á sérstöku kynningarverði hjá okkur fyrst um sinn eða 85.000 kr. + vsk.

Skoða sýnishorn.

Panta ársskýrslu

Um Árskýrsluna

Úrtakið telur kortafærslur yfir 30 þúsund einstaklinga sem standast kröfur Meniga um gagnagæði, s.s. samfellda viðskiptasögu yfir allt tímabilið

Meniga hefur upplýsingar um aldur og kyn u.þ.b. 65% úrtaksins

Gögn í skýrslunni byggja á kortafærslum íslenskra debit- og kreditkorta en ná ekki til peningaviðskipta eða erlendra korta.


"Skýrslan gerir okkur kleift að sjá stöðu okkar í samanburði við keppinautana. Það er mikilvægt að vera á tánum á hröðum markaði og það er frábært að fá ítarlegar upplýsingar um þróun neytendahegðunnar svo við getum brugðist við með viðeigandi hætti."
[object Object]
Sigurður Máni Helguson
framkvæmdarstjóri Brauð & Co

Samstarfsaðilar Meniga

Hvernig getum við hjálpað þínu fyrirtæki að ná mikilvægu samkeppnisforskoti?

Vinsamlegast fylltu út formið hér til hliðar eða sendu okkur póst á netfangið sala@meniga.is og segðu okkur hvernig við getum aðstoðað fyrirtæki þitt.

Þú getur óskað eftir fundi með sölufólki okkar, fengið senda kynningu á markaðsvaktinni og endurgreiðslutilboðum Meniga eða pantað sýnishorn.

Sendu okkur línu

Sendu okkur póst til að fá frekari upplýsingar

Hannes Hannesson
Forstöðumaður íslenskra viðskipta
Hlynur Hauksson
Viðskiptastjóri
Elvar Guðberg Eiríksson
Viðskiptastjóri